top of page
DSC00283_edited.jpg

STÚDÍÓ SÝRLAND

TALSETNINGAR NÁMSKEIÐ 2024

Skráning á talsetningarnámskeið fyrir Börn, Unglinga og Fullorðna er hafin!

STÚDÍÓ SÝRLAND

Frá stofnun árið 1988 hefur Stúdíó Sýrland fest sig í sessi sem eitt fremsta hljóðver landsins.

Líklega hafa fá íslensk fyrirtæki jafn viðamikla reynslu í tónlistarupptökum og Stúdíó Sýrland. Innan vébanda fyrirtækisins starfa hljóðmenn með áratuga reynslu í faginu, en sú reynsla ásamt framúrskarandi tækjabúnaði og fyrsta flokks aðstöðu gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila í tónlistarupptökum og hljóðvinnslu.

Ásamt mikilli reynslu í hljóði hefur Stúdíó Sýrland mikla reynslu í kvikmyndun á ýmsum viðburðum og sjónvarpsefni. Við tökum reglulega að okkur beinar útsendingar og streymi frá viðburðum - tónleikum, fundum, ráðstefnum, fyrirlestrumm skemmtunum, íþróttaviðburðum og kirkjuathöfnum.

Stúdíó Sýrland hefur verið leiðandi í talsetningu um árabil og bjóðum við upp á námskeið í talsetningu fyrir bæði börn og fullorðna.

​Í Stúdíó Sýrlandi eru einnig reknar námsbrautir í hljóðtækni og kvikmyndatækni á fjórða þrepi framhaldsskólastigs. Hljóðtækninámið er í samstarfi við Tækniskólann og kvikmyndatækni í samstarfi við Rafmennt.

STÚDÍÓ A

Stúdíó A í Vatnagörðum er með splúnkunýtt control rými, tekið í gagnið árið 2020, sem er tengt við stærsta upptökusal á Íslandi. í control rýminu er 48 rása SSL mixer sem hefur verið breytt með pro tools stýringu á miðju deskinu. control herbergið er á annari hæð meðan stúdíóið er á fyrstu hæð.

 

Salurinn mælist L15xH7xB12 metrar auk þriggja einangraðra upptökuklefa sem hægt er að nota fyrir t.d trommur, píanó, gítarmagnara, söngupptökur og fleira. 

Hljóðverið er hentugt fyrir hvaða verkefni sem er með Pro Tools kerfi sem tekur við allt að 64 rásum í upptöku í einu.

Með stúdíóinu er mjög gott úrval af míkrófónum og upptökubúnaði.

Ef þú vilt frekari upplýsingar og fá tilboð í verk endilega hafðu samband.

OUR OFFICE

OPENING HOURS:

Mon - Fri : 09:00 - 17:00

Weekends : CLOSED

Adress:
Vatnagarðar 4
104, Reykjavík

Contact:
Phone:
+354 563-2910

Email: syrland@syrland.is