• Facebook Social Icon

© 2019 Stúdíó Sýrland +354-5632910 - 104 Reykjavík, Vatnagarðar 4

Stúdíó Sýrland er staðsett í Vatnagörðum Reykjavík og hefur starfað síðan 1988.

Stúdíó A í Vatnagörðum er með mjög stórt Control Rými og stærsta upptökusal á Íslandi og mælist L15xH7xB12, það er með þrjá stóra einangraða upptökuklefa. Stúdíóið hentugt fyrir allskonar verkefni frá litlum til stórra. Upptökubúnaðurinn getur tekið við allt að 64 rásum og er með nýjasta Pro Tools Ultimate Kerfi og HDX kort.

Líklega hafa fá íslensk fyrirtæki að bjóða upp á jafn viðamikla reynslu í tónlistarupptökum og Stúdíó Sýrland. Innan vébanda fyrirtækisins starfa hljóðmenn með áratuga starfsreynslu í faginu en reynslan, ásamt framúrskarandi tækjabúnaði og fyrsta flokks aðstöðu, gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila þegar kemur að tónlistarupptökum hvort sem er í klassík, poppi, jazz, eða rokktónlist.

Flestir helstu tónlistarmenn landsins hafa, ásamt erlendum stórstjörnum, tekið upp hjá okkur gegnum tíðina. 

Má þar nefna: Björk, Hildur Guðnadóttir, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Ham, Bubbi Mortheins, Stuðmenn, Sálin, The Iceland Symphony Orchestra, Caput ensamble, Mezzoforte, Reykjavík Big Band, og erlendir listamenn eins og Blur, Printz Board, Bear McCreary og fleiri.

MYNDIR