top of page

Stúdíó Sýrland er staðsett í Vatnagörðum Reykjavík og hefur starfað síðan 1988.

Líklega bjóða fá íslensk fyrirtæki upp á jafn viðamikla reynslu í tónlistarupptökum og Stúdíó Sýrland. Innan vébanda fyrirtækisins starfa hljóðmenn með áratuga starfsreynslu í faginu en reynslan, ásamt framúrskarandi tækjabúnaði og fyrsta flokks aðstöðu, gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila þegar kemur að tónlistarupptökum hvort sem er í klassík, poppi, jazz eða rokktónlist.

Margir helstu tónlistarmenn landsins hafa, ásamt erlendum stórstjörnum, tekið upp hjá okkur í gegnum tíðina. 

Má þar nefna: Björk, Hildur Guðnadóttir, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Ham, Bubbi Morthens, Stuðmenn, Sálin, The Iceland Symphony Orchestra, Caput Ensemble, Mezzoforte, Reykjavík Big Band og fleiri.

Stúdíó Sýrland er ekki bara leiðandi í tónlistarupptökum heldur höfum við verið leiðandi í hljóði á mörgum sviðum. Þar sem hljóð og mynd þurfa svo sannarlega að fara saman svo sem streymi /upptökum  frá viðburðum (tónleikum, fundum, erindum, ráðstefnum, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum). 

Beinum útsendingum (4K útsendingarbíll). 

Stúdíó Sýrland hefur verið leiðandi í talsetningu um árabil og bjóðum við upp á námskeið í talsetningu fyrir bæði börn og fullorðna. 

Stúdíó Sýrland hefur einnig haldið út hljóðtækninámi um árabil og er það nám í samstarfi við Tækniskólann og er það nám á fjórða þrepi. 

Við kennum einnig og kvikmyndatækninám og er það nám í samstarfi við Rafmennt og er það nám á fjórða þrepi. 

MYNDIR

bottom of page