Stúdíó Sýrland er staðsett í Vatnagörðum Reykjavík og hefur starfað síðan 1988.
 


Stúdíó A í Vatnagörðum státar af stóru Control rými tengdu stærsta upptökusal á Íslandi. Salurinn mælist L15xH7xB12 metrar auk þriggja einangraðra upptökuklefa. Hljóðverið er með Pro Tools kerfi sem tekur við allt að 64 rásum í upptöku í einu.

Líklega bjóða fá íslensk fyrirtæki upp á jafn viðamikla reynslu í tónlistarupptökum og Stúdíó Sýrland. Innan vébanda fyrirtækisins starfa hljóðmenn með áratuga starfsreynslu í faginu en reynslan, ásamt framúrskarandi tækjabúnaði og fyrsta flokks aðstöðu, gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila þegar kemur að tónlistarupptökum hvort sem er í klassík, poppi, jazz eða rokktónlist.

Margir helstu tónlistarmenn landsins hafa, ásamt erlendum stórstjörnum, tekið upp hjá okkur í gegnum tíðina. 

Má þar nefna: Björk, Hildur Guðnadóttir, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Ham, Bubbi Morthens, Stuðmenn, Sálin, The Iceland Symphony Orchestra, Caput Ensemble, Mezzoforte, Reykjavík Big Band og fleiri.

  • Facebook
  • Instagram

© 2019 Stúdíó Sýrland +354-5632910 - 104 Reykjavík, Vatnagarðar 4