UM STÚDÍÓ SÝRLAND

Stúdíó Sýrland skilgreinir sig sem þjónustufyrirtæki á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði sem sérhæfir sig í því að þjónusta nokkrar af þeim skapandi greinum sem hafa vaxið hvað hraðast síðustu ár.  

Í ölduróti breytinga á afþreyingamarkaðinum hefur Stúdíó Sýrland útvíkkað starfsemi sína úr því að vera hefðbundið hljóðver fyrir tónlistarupptökur yfir á nýjar brautir bæði með því að bæta m.a. myndlausnum við hefðbundnar hljóðlausnir.  Auk þess hefur fyrirtækið tekið þá stefnu að nýta sérhæfingu og þekkingu starfsmanna fyrirtækisins í hljóð- og myndvinnslu með því að bjóða upp á fræðslu í faginu, m.a. með því að tengja saman verkefni fyrirtækisins og námsfúsa nemendur með nokkuð nýrri nálgun sem á sér ekki margar hliðstæður.

Slagorð fyrirtækisins er "Við vinnum í hljóði" er þar er vísað til þess að aðalstarfsemi Stúdíó Sýrlands snýst með einum eða öðrum hætti um "hljóð"; upptöku og vinnslu á hljóði m.a. í tónlist, tónleikum, talsetningum á barnaefni, hljóðvinnslu á kvikmyndum, tölvuleikjum, hljóðbókum, sýningum og fleiru.  Önnur merking slagorðsins tengist því hvernig fyrirtækið vill koma fram út á við - viðskiptavinir okkar eru margskonar, bæði af íslenskum og erlendum uppruna og margir þeirra heimsfrægir.  Við viljum því að þeir geti unnið "í hljóði" - án utanaðkomandi áreitis og viljum við því sinna okkar viðskiptavinum "í hljóði"  

Stúdíó Sýrland er í eigu Þóris Jóhannssonar og Sveins Kjartanssonar en þeir keyptu Stúdíó Sýrland af Senu árið 2007 en Sena  hafði rekið fyrirtækið um árabil, fyrst undir hatti Skífunnar frá 1991 en í nafni Senu frá 2003.

 
 

SAGAN

Formlega sögu Stúdíó Sýrlands má rekja allt til ársins 1988 þegar nokkrir stórhuga menn tóku sig til og byggðu fullkomið hljóðver að  Skúlatúni 4 af miklum myndaskap.  Hönnun og smíði hljóðversins í Skúlatúni var í höndunum á Eastlake Studios, sem á þeim tíma voru þeir fremstu í faginu í heiminum.  Mikill metnaður var settur í verkefnið og hvergi sparað eða kastað til hendinni - hljóðvistinni, aðstöðu og loftræsting var fyrsta flokks.

Stúdió Sýrland í Skúlatúni átti sér þó forsögu því að á Grettisgötu 6,  í bílskúr Egils Ólafssonar söngvara Stuðmanna, hófst hljóðversrekstur þónokkuð fyrr eða upp úr 1980 en í því var m.a. hin goðsagnakennda bíómynd "Með allt á hreinu" hljóðblönduð af Júlíusi Agnarssyni.  Það hljóðver kallaðist Grettisgat og var um tíma eitt afkastamesta hljóðver landsins og fluttist það að Skúlatúni 1988 og þá var nafninu breytt í Stúdíó Sýrland í höfuðið á fyrstu plötu Stuðmanna - Sumar á Sýrlandi.  

Stuðmaðurinn Egill Ólafsson var í forsvari fyrir hljóðverið framan af en 1993 keypti útgáfufyrirtækið Skífan hljóðverið og var það rekið undir þeirra hatti til 2003 þegar það fór undir Norðurljósa samsteypuna.  Síðan þá hafa nokkur fyrirtæki sameinast undir nafni  Stúdíó Sýrlands,  en þar á meðal eru Hljóðsetning, Lótus hljóð, hljóðverið Grjótnáman, Hljóðriti í Hafnarfirði og við kaup núverandi eigenda bættist Stafræna hljóðupptökufélagið við samstæðuna.  

Nafnið Stúdíó Sýrland er líklega þekktast á Íslandi fyrir það að vera tónlistarupptökuhljóðver og þó sérstaklega hjá þeim sem tengdir eru tónlistarstarfsemi eða fæddir eru fyrir þúsaldarmótin.  Tónlistarupptökur voru aðalstarfsemi fyrirtækisins lengi framan af þó svo í dag séu tónlistarupptökur aðeins hluti af starfseminni

Það má með sanni segja að það séu fá hljóðver á Íslandi sem státa af viðlíka safni af hljómplötum, tekin upp í hljóðverum fyrirtækisins, sem jafn samofin eru íslenskri tónlistarsögu.  Í lauslegri könnun á bókinni "100 bestu plötur íslandssögunnar" kemur í ljós að af þeim plötum á listanum sem teknar voru upp á Íslandi er meginþorri þeirra teknar upp og/eða unnar í hljóðverum Stúdíó Sýrlands.  

HÖFUÐSTÖÐVAR

Höfuðstöðvar Stúdíó Sýrlands, stærsta hljóðverið og skrifstofur eru að Vatnagörðum 4 í Reykjavík.   Alls hefur fyrirtækið um 12 hljóðverum yfir að ráða, stórum og smáum fyrir hverskonar verkefni auk sérhannaðra upptökubifreiða sem notaðar eru til hljóðritunar víðsvegar um landið.

Í Vatnagörðum eru m.a. 3 hljóðver sérhönnuð fyrir talsetningar, stór upptökusalur fyrir lítil og stór verkefni, fyrirlestraraðstaða fyrir litla og stóra hópa með myndvarpa, glæsilegt og rúmgott "mixherbergi" fyrir tónlistarupptökur,  sérstakt "mixbíó" - hljóðver sérhannað til hljóðblöndunar á kvikmyndum, kennsluhljóðver fyrir Hljóðtækninámið, MacRoom tölvustofa með 20 iMac tölvum fyrir kennslu auk annarar aðstöðu fyrir starfsemina.

Allur búnaður og aðstaða er fyrsta flokks og stenst flestan samanburð