Þórir Jóhannsson

Þórir Jóhannsson

  • Framkvæmdastjóri
  • 862-0052
  • tj@syrland.is

Þórir Jóhannsson er framkvæmdastjóri og annar eigenda Stúdíó Sýrlands.  Hann er viðskiptafræðingur að mennt, útskrifaðist með Cand. Oecon gráðu í frá Háskóla Íslands árið 1998 og löggildingu í Verðbréfamiðlun frá Háskóla Íslands árið 2001.  Hann hóf störf í fjármálageiranum eftir útskrift 1998 og starfaði lengst af hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, m.a. við eignastýringu og hlutabréfamiðlun til 2003.

Árið 2003 tók hann við fjármála/ framkvæmdastjórastöðu hjá litlu útgáfufyrirtæki sem lagði áherslu á að finna efnilega íslenska tónlistarmenn, þróa þá og koma á framfæri í síbreytilegum heimi tónlistarinnar.  

Hann keypti Stúdíó Sýrland ásamt Sveini Kjartanssyni hljóðmanni haustið 2007.

Þórir er tónlistargeiranum ekki ókunnur, en hann hefur tengst honum með einum eða öðrum hætti frá 1989 og þekkir innviði og umgjörð geirans vel.

Auk þess að sinna störfum sem framkvæmdastjóri sér Þórir um kennslu í Rekstarfræði - áfanga um fyrirtækjarekstur í Hljóðtækninámi Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands.