Rósa Guðný Þórsdóttir

Rósa Guðný Þórsdóttir

  • Yfirleikstjóri talsetningar
  • 856-2913
  • rosa@syrland.is

Rósa Guðný er yfirleikstjóri Stúdíó Sýrlands og hefur þannig faglega umsjón með talsetningu fyrirtækisins en hún hóf störf sem leikari og leikstjóri hjá fyrirtækinu haustið 2006

Rósa útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1985 og hefur leikið fjölmörg hlutverk með ýmsum leikhópum, m.a. Þíbylju, Alþýðuleikhúsinu og Gránufjelaginu.  Rósa var um árabil fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar og síðar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 

Hún hefur ennfremur leikið í fjölmörgum útvarps- og sjónvarpsleikritum, leikstýrt og kennt leiklist hjá áhugaleikfélögum og menntaskólum. Meðal hlutverka má nefna: Nóra í Brúðuheimilinu, Blanche í Sporvagninn girnd, Móðir Vitka Týra í Dal hinna, Þórgunni og Gerði í Þar sem Djöflaeyjan rís, Þórunni í Sex í sveit, Regínu í Afturgöngum, Tessu í Hræðileg hamingja, Nell í Endatafli, Munnurinn - Ekki ég (eintal), Dísa í Mávahlátri, Mina Harker í Drakúla og Margrét í Kallakaffi.

Rósa starfaði við dagskrárgerð hjá hjá Rás 2 frá 1986-88 og þula hjá sjónvarpinu 1987-1993.

Rósa fjölmörg önnur störf í gegnum tíðina s.s. við atvinnuráðgjöf hjá Liðsauka og Stúdentamiðlun.